143. löggjafarþing — 69. fundur,  26. feb. 2014.

um fundarstjórn.

[17:17]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég ætla að leyfa mér að bakka aðeins af því að ég var of sein á mér áðan til að tala um lengd þingfundar og það kemur virkilega líka þessu máli við. Þá var sagt hér að legið hefði í loftinu að ná einhverju samkomulagi en einhvern veginn tókst ekki að klára það. Mér finnst erfitt að stjórnarmeirihlutinn eða forseti virðist ekki vilja leggja það á sig sem til þarf til að þingstörf geti gengið eðlilega.

Eitt af því sem þarf er að við þurfum að vita hvernig á að vinna með skýrsluna í utanríkismálanefnd. Það er mjög gott fordæmi hvernig unnið var með aðildarumsóknina á sínum tíma. Ég man ekki betur en allir, líka þeir sem voru í minni hluta þá og ekki samþykkir þeirri tillögu, hefðu hrósað vinnubrögðunum í nefndinni og allir sagt: (Forseti hringir.) Þetta eru góð vinnubrögð. Eigum við ekki að reyna það? Getur forseti ekki mælst til þess að unnið verði með þessa tillögu á sama hátt?