143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[01:34]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vil eins og aðrir þingmenn gleðjast yfir þeim upplýsingum að ekki verði fleiri mál á dagskrá í nótt. Það er nógur tími eftir, þó að svo sé ekki ef forseta þóknast ekki að fresta fundi til morguns þannig að hægt sé að taka þessa efnislegu umræðu við betri skilyrði en nú eru. Ég verð að vera sammála forseta í því að ef hann hefur reynt að útskýra það fyrir okkur af hverju liggur svona mikið á, af hverju verið er að keyra þetta mál hér að kvöldi til í febrúar, ef hann hefur reynt að útskýra það fyrir okkur þá hefur hann ekki gert það nægilega skýrt. Ég hef ekki enn skilið af hverju það er en óska eftir þeirri skýringu.