143. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2014.

aðildarviðræður við Evrópusambandið.

320. mál
[02:08]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil taka undir óskir annarra þingmanna úr minni hlutanum að þessum fundi fari að ljúka. Klukkan er að ganga þrjú, en við svo sem veigrum okkur ekkert við að taka þátt í umræðum eins og í ljós hefur komið, enda liggur okkur margt á hjarta í þessu máli. En í ljósi þess hversu ósveigjanleg fundarstjórn hefur verið varðandi það að veita upplýsingar um dagskrá, varðandi það að veita upplýsingar um væntanlegt ferli þingmála og varðandi það að hleypa á dagskrá þingsályktunartillögu, sem kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti inn í þinghaldið og hleypir öllu sem um hafði verið rætt í uppnám, þá er það bara eðlileg kurteisi að gefa fólki færi á að leggja sig áður en það mætir aftur til vinnu í fyrramálið.