144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[21:38]
Horfa

Frsm. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég held að okkur mörgum séu minnisstæð orð hæstv. iðnaðarráðherra þegar hún orðaði það þannig þegar hún mælti fyrir frumvarpinu sem við erum að ræða hér að það ætti ekki að þjösna þessu máli gegnum þingið, það ætti að vinna það vel og ná góðri niðurstöðu. Erum við ekki akkúrat komin á þann stað, hæstv. forseti og hv. framsögumaður, að við erum að þjösna málinu í gegnum þingið gegn veigamiklum umsögnum fjölda aðila? Við þingmenn og hv. nefndarmenn atvinnuveganefndar fengum ákall frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga stuttu fyrir þennan fund þar sem vakin var athygli á tillögum þess til sátta sem hafa verið kynntar í ráðuneytinu og líka hjá Landsneti. Ætlum við ekkert að hlusta á þetta?