144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[22:32]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég fór yfir það áðan hversu vandaða umfjöllun þetta mál fékk í nefndinni. Engar athugasemdir voru gerðar af neinum þingmanni í nefndinni, fulltrúa neinna flokka, við að málið væri tekið út. Það eru allir á þessu nefndaráliti nema hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Björt Ólafsdóttir var fjarverandi vegna veikinda, aðrir eru á nefndarálitinu, allir aðrir þingmenn í nefndinni. Slík var sáttin um þetta mál.

Ég vitnaði áðan í svar hv. þm. Lilju Rafneyjar um hvort hún yrði með á málinu. Það var svona: Ég þarf fyrst að ræða þetta í þingflokknum. Þannig var svar hennar og ég var bara að vitna í það, það er bara eins sagt og það kemur fyrir.

Þegar ég gagnrýni umhverfis- og samgöngunefnd fyrir vinnubrögð (Forseti hringir.) liggur fyrir að nefndin sá ekki ástæðu til að hitta Landsnet, ekki ástæðu til að hitta Orkustofnun, ekki ástæðu til að hitta orkufyrirtæki, (Forseti hringir.) ekki Samorku og ekki Samtök atvinnulífsins. Menn geta talað um að umfjöllun sé mjög fagleg og vönduð í nefnd (Forseti hringir.) sem hittir ekki þau fyrirtæki sem kannski spila stærsta hlutverkið (Forseti hringir.) í þessum leik.