146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:33]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Í andsvari hér á undan sagði hv. þingmaður að hún vildi líta til auðlindanna til að fjármagna þörfina í velferðarkerfinu. En núna er staðan alveg eins og hv. þingmaður lýsti svo ágætlega í ræðu sinni, í rauninni lemja vandamálin okkur í andlitið nú þegar. Við þyrftum að afla tekna strax á næsta ári til að geta brugðist við svo við þjónustum aldraða og sjúka með sóma, eins og rík þjóð ætti að sjá sóma sinn í að gera. Þess vegna vil ég spyrja hv. þingmann hvort hann sjái einhverjar tekjuöflunarleiðir sem væri hægt að fara í strax. Eða telur hv. þingmaður að við fáum strax í kassann auðlindarentu (Forseti hringir.) eða arð af auðlindunum? Er það mögulegt strax fyrir árið 2018?