146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:56]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þetta nefndarálit er dálítið óvænt tilbrigði við glæpasögu. Gefið er í skyn strax í upphafi að hér hafi verið framinn glæpur. Svo er það stutt mörgum rökum eftir því sem maður les lengra. En svo er klippt út á síðustu blaðsíðu, blaðsíðu 19 — að það hafi ekki verið neinn glæpur. Hér segir nefnilega, frú forseti:

„Þessi fjármálaáætlun ber þess merki að nýr meiri hluti hefur ekki haft nægan tíma til að undirbúa og útfæra fjármálaáætlun næstu ára.“

Síðan:

„Langt er í land til að hægt sé að segja að verklag og vinna við hina nýju umgjörð sé ásættanleg en framfarir eru sannarlega miklar ...“

Og:

„Ríkisstjórnin hefur því haft mjög stuttan tíma til að undirbúa málið og ber það þess nokkur merki ...“

Síðan er það rökstutt.

Mig langar að spyrja bókmenntafræðinginn: Finnst þér ekki skrýtin ályktun sem dregin er í lokin að það beri að styðja þetta plagg eftir allt sem á undan er gengið?