146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[22:25]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon kom inn á það í ræðu sinni áðan að hann hefði lengi haft áhuga á efnahagsmálum þjóðarinnar og hefði sinnt þeim að hluta til sem ráðherra. Hverju hefði hann gert betur skil í þessari fjármálaáætlun væri hann í embætti fjármálaráðherra í dag? Hvað nákvæmlega telur hann vanta? Er hv. þingmanni kunnugt um í gegnum störf sín hvernig slíkar áætlanir eru framkvæmdar í löndunum í kringum okkur sem við berum okkur saman við, í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, hámenntaðar þjóðir sem við teljum okkur vera jafnoka? Það virðist vera einhver óstjórn á okkar málum því að ekki eru þessar þjóðir að hrynja niður í kringum okkur. Hvað telur hv. þingmaðurinn að vanti? Og í samanburði við slíkar áætlanir í löndunum í kringum okkur, hvað er það sem við erum að gera rangt?