146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:45]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég veit að hv. þingmaður situr í fjárlaganefnd og því hlýtur hann að vita að það er verið að auka útgjöld til heilbrigðismála, og ég rakti það fyrr í kvöld, um 34 milljarða. Þau verða 34 milljörðum hærri árið 2022 en á þessu ári. Það sem meira er: Á næstu árum er verið að ráðast í 31 milljarðs kr. fjárfestingu (Gripið fram í.)— nei, fjárfestingu, hv. þm. Smári McCarthy,

(Forseti (NicM): Ekki samtöl í salnum.)

31 milljarður kr. fram til ársins 2022. Þannig að þetta er nú tiltölulega einfalt.

Hér er verið að auka útgjöld til heilbrigðisþjónustu. Auðvitað er það þannig, og það veit hv. þingmaður eins og flestallir hér inni, að stór hluti (Forseti hringir.) af kostnaði við heilbrigðiskerfið er launakostnaður.