146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:52]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er merkilegt að heyra hjá hv. þingmanni að allt sem sé í höndum ríkisins verði að einhverju steinaldarfyrirbæri. Hvers vegna skyldi það nú vera? Skyldi það ekki vera út af því að hægri menn telji það að það sé eina leiðin til þess að koma ríkiseigum og stofnunum í hendur á einkaaðilum að svelta þessa málaflokka, að gera þá svo vonda að hægt sé að réttlæta einkavæðingu? Ætlar hv. þingmaður að leika sama leikinn gagnvart samgöngum í landinu og selja ríkiseignir eins og eignir hjá Isavia, flugstöðina á Keflavíkurflugvelli, til þess í einskiptisaðgerð og setja í vegaframkvæmdir? Hafa menn ekki brennt sig á þessu eins og Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ gerðu, sem seldu allt sem hreyfðist í eigu bæjarins? Hvernig fór það? Þeir (Forseti hringir.) lentu auðvitað í slæmum málum og sveitarfélagið hefur verið undir eftirliti (Forseti hringir.) síðan. Þeir eru rétt (Forseti hringir.) að reyna að komast upp úr þessum vanda í dag. (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) Já, og hafðu það. [Hlátur í þingsal.]