152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:02]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Í ljósi þess sem hér er sagt, af því að við höfum beðið talsvert lengi eftir gögnum sem við höfum óskað eftir frá Bankasýslunni, vil ég geta þess að ég var að tala við nefndarritara fjárlaganefndar sem á von á gögnunum þá og þegar. Hann mun framsenda þau á okkur nefndarmenn um leið og þau berast. Hann ætlaði að taka upp tólið aftur til að ýta við því en hann vissi ekki annað en að þau væru að detta í hús. Ég vona það svo sannarlega. Það er búið að boða fund í fyrramálið þannig að hann verður, það er alveg klárt, opinn fundur. Það er sannarlega mikilvægt að gögnin berist sem fyrst þannig að við getum farið ofan í þau og kynnt okkur þau svör sem þar eru undir þannig að við getum dýpkað spurningar okkar á morgun.