152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:36]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Ég velti því fyrir mér hvers vegna ekki er skipuð rannsóknarnefnd Alþingis. Af hverju ekki að fá fleiri aðila til að skoða málið? Ég skil ekki alveg rökin á móti því að það séu fleiri einstaklingar sem skoða þetta frá mismunandi sjónarhornum. Þá getum við og almenningur tekið upplýsta ákvörðun um hvað fór úrskeiðis og hvað ekki. Þetta er eins og ef maður fer til læknis eða einhverra sérfræðinga, maður vill kannski fá annað álit. Það er kannski einhver sem sér eitthvað annað sem hinn sá ekki eða tekur til greina einhverja aðra hluti. Af hverju stendur þetta í vegi fyrir því að skipa rannsóknarnefnd Alþingis? Ég velti því fyrir mér hvort það gæti ekki bara verið ríkisstjórninni til bóta, ef þetta fór allt vel og allt eins og það átti að vera. Það myndi þá auka traust á ríkisstjórnina. Er það ekki það sem ríkisstjórnin vill?