152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:42]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Samkvæmt nýlegri könnun er almenn óánægja með niðurstöðuna af þessari bankasölu og með ferlið allt saman. Það eru næstum því allir á Íslandi sem eru óánægðir með þessa stöðu. Traust til ríkisstjórnarinnar og ráðherra ríkisstjórnarinnar dalar, enda er það ekki traustvekjandi, frú forseti, allt þetta klúður. Það er alveg ljóst að hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra klúðraði þessu öllu saman úr höndunum á sér. Það sjáum við og það sér fólkið í landinu. Það er ekki traustvekjandi, frú forseti, að hann stigi svo fram og segi: Já, þetta var nú ekki nægilega gott. En ég er búinn að finna mann sem væri fínt að færi nú og skoðaði það sem ég var að gera. Það er ekki traustvekjandi. Viðbrögð hv. þingmanna, (Forseti hringir.) stjórnarþingmanna, eru heldur ekki traustvekjandi. (Forseti hringir.) Þannig að ég ráðlegg vinum mínum í stjórnarflokkunum aðeins að skoða málið og reyna að athuga hvort þau séu ekki (Forseti hringir.) á rangri braut hvað þetta varðar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)