152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[20:51]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég átta mig ekki alveg á þessari lestrarstund hjá hæstv. umhverfisráðherra. Ég átta mig ekki alveg á hvaða leikþáttur þetta var. Ég er að lesa yfir ræðu mína frá því áðan. Ég tala hvergi um að hæstv. umhverfisráðherra veiti þessi leyfi. Ég var að vitna í það sem átti sér stað áður í tíð hæstv. sjávarútvegsráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar. Við skulum alveg hafa það á hreinu að hér er verið að veita heimild til útgáfu bráðabirgðaleyfa vegna fiskeldis þrátt fyrir að umhverfismat sé ófullnægjandi. Þetta mál snýst eingöngu um það og hvorki lestrarkunnáttu hæstv. umhverfisráðherra né fagmennsku hans við útúrsnúninga. Við vitum alveg að hæstv. ráðherra er mjög flinkur í því, sérstaklega þegar hann er illa að sér í þeim málaflokki sem hann er að fjalla um. Ég hef bara ekkert að gera við það að hæstv. ráðherra lesi hægt upp úr þessu frumvarpi sem lítur út fyrir að ráðherra þekki óskaplega lítið.