152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

loftslagsmál.

471. mál
[21:18]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Já, við lifum svo sannarlega á tímum þar sem margt er að breytast og það sem er einna áhugaverðast að sjá breytingar á er hvernig sú tækni að geyma raforku, þ.e. batterítæknin, rafhlöðutæknin ef við notum íslensku hér, er að þróast. Þar hafa orðið ansi margar breytingar bara núna á síðustu árum og jafnvel síðustu mánuðum sem orsaka það að jafnvel á lengri leiðunum getum við farið að horfa til mögulegrar notkunar, ef tæknin virkar eins og rannsóknir eru farnar að sýna. Þannig að þetta er athyglisverðir tímar. En já, eins og hæstv. ráðherra bendir á þarf jöfnunarkostnaðurinn að fara eitthvað og þangað til við höfum þetta þá lendir hann væntanlega á almenningi. Og líka á ríkinu vegna þess að ríkið er líka fljúga starfsfólki og öðrum út þannig að kannski eru einhver áhrif á ríkissjóð, sér í lagi ef ráðherrar og aðrir eru mikið erlendis.