Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 69. fundur,  27. feb. 2023.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

487. mál
[17:59]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að það sé nú þannig að afstaða hvers og eins þingmanns til þátttöku okkar í Atlantshafsbandalaginu sé misjöfn en yfirlýst stefna okkar, ef ég man rétt, og ég bið þá hv. þm. Andrés Inga Jónsson, sem hefur verið lengur í Pírötum en ég, að leiðrétta mig ef ég fer rangt með, er sú að vilji þjóðarinnar verði tekinn til greina, rétt eins og við viljum vita betur vilja þjóðarinnar um það hvort ganga eigi næstu skref í átt að Evrópusambandinu.