139. löggjafarþing — 7. fundur,  7. okt. 2010.

staða Hæstaréttar Íslands í ljósi málaferla fyrir landsdómi.

[14:19]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Þeirri fyrirspurn sem hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson kaus að bera hér fram í formi utandagskrárumræðu hefur verið svarað og ég hef það eitt erindi hér að lýsa yfir fullu trausti á hæstv. dómsmála-, mannréttinda-, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í þessu efni. Fyrirspurnin er vissulega eðlileg en þær athugasemdir sem henni fylgdu eiga kannski frekar við höfunda stjórnarskrárinnar en þá sem hér sitja. Fyrir þeirra hönd vil ég svara því að ég tel að stjórnarskráin hafi verið vel samin og að við eigum að fara eftir henni í hvívetna, enda höfum við öll lofað því og heitið við drengskap okkar um það efni.