151. löggjafarþing — 7. fundur,  12. okt. 2020.

ráðstafanir gegn óréttmætri takmörkun á netumferð o.fl.

23. mál
[16:07]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þessi undanþága er í raun sett vegna þess að aðilar eru þá það litlir að það getur kostað einhverja aukavinnu sem ekki svarar kostnaði með tilliti til þeirrar lágu veltu sem þeir eru með. En þeir geta vissulega nýtt sér það sem hér er verið að innleiða. Ef þeir sjá ekki hag sinn í því vegna þess hversu smáir þeir eru þá er einfaldlega undanþága þannig að þeir þurfa ekki að gera það. Þeir vega það þá og meta. Ef þeir líta svo á að aðrir taki yfir viðskipti sem þeir annars gætu fengið þá myndu þeir væntanlega kjósa að láta þetta gilda um sína starfsemi. En þeir hafa þá alla vega svigrúm til að ákveða að gera það ekki vegna þess hversu lága veltu þeir eru með.