138. löggjafarþing — 7. fundur,  14. okt. 2009.

fyrirkomulag umræðna um störf þingsins.

[14:06]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Mér þykir leitt að trufla með því að eiga við yður mál, eins og komist var að orði í frægu bréfi. En ég vil bara taka heils hugar undir með hv. þingmanni. Það er hitt og þetta sem situr eftir og þetta eru þannig umræður. Ég held að þjóðin þurfi að fá botn í þær þannig að við getum svarað öllum þeim sjónarmiðum eins og t.d. að Bretar ætluðu að láta reyna á neyðarlögin. Belgar, Þjóðverjar, Austurríkismenn og Hollendingar eru nú þegar með dómsmál í gangi sem varða það að að láta reyna á neyðarlögin. (Gripið fram í.) En þetta var einmitt eitt af því sem mig langar til að ræða undir þessum lið, virðulegi forseti.