149. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2018.

mannanöfn.

9. mál
[16:59]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvað ætli séu til margar nefndir, hv. þingmaður? Á ég að telja þær allar upp? (Gripið fram í: Já.) Ég gæti verið ansi lengi. Sumar nefndir eru óþarfar og sumar nefndir eru góðar. Það er endalaust til af nefndum. Ég held að það að bera saman einhvern haftatíma þar sem menn áttu ekki einu sinni gjaldeyri sé ekki sambærilegt því sem við lifum við í dag. Kannski erum við svona framarlega í dag af því að lengst af hafa verið mjög góðir flokkar í ríkisstjórn — eða góður flokkur. [Hlátur í þingsal.] Þess vegna erum við kannski númer eitt í heiminum eins og sagt er. En það er ekki víst að það hefði verið hefðu aðrir ráðið miklu. (ÞorstV: Í …?) Ég held ekki.