152. löggjafarþing — 7. fundur,  8. des. 2021.

störf þingsins.

[15:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Í dag hyggst forseti hafa þennan dagskrárlið örlítið lengri en þingsköp gera ráð fyrir þannig að allt að 20 þingmenn komist að. Á það sér þá skýringu að um var að ræða einhvers konar tæknivillu í skráningu sem gerði það að verkum að skráningin var ekki nákvæm hér í morgun. Það munu sem sagt allt að 20 þingmenn komast að í umræðu um störf þingsins.

Forseti getur þess líka að að loknum umræðum um störf þingsins verða atkvæðagreiðslur um afbrigði.