141. löggjafarþing — 70. fundur,  24. jan. 2013.

samkomulag við kröfuhafa Landsbankans.

[11:00]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég skildi þó það af svari hæstv. forsætisráðherra að ákvæðið sé inni.

Ég vil þá spyrja hæstv. forsætisráðherra: Er það möguleiki fyrir innlenda aðila og aðra að gera sambærilega samninga við stjórnvöld? Að aðrir aðilar en bara kröfuhafar bankanna geti verið varðir fyrir stjórnvaldsstefnu og stjórnvaldsaðgerðum þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr?