141. löggjafarþing — 70. fundur,  24. jan. 2013.

bókhald.

93. mál
[11:52]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég hef svo sem margnefnt það í þessum ræðustóli að ein af ástæðum hrunsins voru miklir hringferlar sem mynduðust í hlutafélögum, milli hlutafélaga með hlutafélagakaupum og með lánveitingum. Af þeim sökum hefur krafa um aukið gagnsæi um eignarhald vaxið, alveg sérstaklega eignarhald hlutafélaga í hlutafélögum. Þær hugmyndir sem ræddar voru í nefndinni og komu fram í breytingartillögum meiri hlutans eru að mínu mati ekki fullnægjandi. Þær eru á pappír og ekki með kennitölu og í rauninni órekjanlegar þannig að ég legg til að það verði skoðað betur í nefndinni. Ég mun sitja hjá við þetta frumvarp og einstakar greinar þess í trausti þess að það verði skoðað betur þegar það kemur aftur til nefndarinnar.