149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[18:37]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni aftur fyrir. Auðvitað hlýtur þetta að vera merki um ístöðuleysi. Þetta gefur líka til kynna ákveðna uppgjöf. Eins og kom fram fyrr í dag virðist vera á huldu af hverju dagsetningin hér er svona merkileg. Við áttum að klára málið á þremur korterum. Ég skil alls ekki leikreglurnar í málinu. Ég sé þetta aðeins þannig að stjórnvöld eru að gefast upp fyrir eigendum aflandskróna og hreinlega færa þeim einhverja gjafir, sem ég skil ekki.