150. löggjafarþing — 70. fundur,  5. mars 2020.

samræmd viðbrögð ríkja við fólksflutningum.

[11:02]
Horfa

utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegur forseti. Eins og hv. þingmaður veit er þetta mál ekki á mínu málefnasviði en ég get tekið undir orð hv. þingmanns um að ástandið er alvarlegt, hefur reyndar verið það lengi. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur verið í flóttamannabúðum mjög lengi og við þekkjum ástandið eins og það er núna, eins og hv. þingmaður rakti ágætlega í stuttu máli. Síðan eru líka blikur á lofti og við getum séð meiri flóttamannavanda á næstu misserum þó að við vonum að ekki komi til þess. En þegar kemur að einstaka þáttum varðandi það hvað stjórnvöld eru að gera í þessu þá held ég að það sé réttara að hv. þingmaður vísi þeirri spurningu til þess ráðherra sem fer með málaflokkinn því að sá ráðherra er best til þess fallinn að ræða þau.