152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

málefni innflytjenda.

271. mál
[21:33]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Fyrir mér er þetta fólk, ekki tölfræði, eins og ég sagði áðan. Þetta er fólk sem kemur hingað til lands og í flestum tilfellum gerir það þetta land betra en það var fyrir. Við sem erum nógu gömul til að muna eftir því þegar hingað komu flóttamenn frá Víetnam munum líka eftir því þegar þessir flóttamenn byrjuðu t.d. að selja hér asískan mat sem ekki hafði verið í boði áður. Þetta er að gerast enn þann dag í dag, palestínskir flóttamenn að kynna okkur fyrir hinni frábæru Miðausturlandamatseld o.s.frv. Gleymum því ekki að þarna er fólk sem mun bara bæta landið.