Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

[14:12]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Frú forseti. Ég tek undir þessa beiðni þingmanns og árétta að settur ríkisendurskoðandi sendi Alþingi, stjórnsýslu Alþingis, niðurstöðu sína í rauninni, áfangaskýrslu um Lindarhvol. Þetta er sent til þingsins. Það er þá augljóslega til stjórnsýslu þingsins. Um það snýst lögfræðiálitið sem er fjallað hérna um líka. Af sama meiði er fyrirspurn mín sem ég hef reynt að leggja fram til forseta um ákveðna túlkun á lögum varðandi ríkisendurskoðanda og hef fengið neitun við þeirri fyrirspurn líka þannig að ég ætla bara að biðja um nákvæmlega það sama og hér var borið upp áðan, að fá atkvæðagreiðslu um þá fyrirspurn.