Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

[14:13]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Þingmaðurinn vísar hér til fyrirspurnar sem forseti áttar sig ekki alveg á, en það verður tekið til athugunar hvort efni standa til að bera þá fyrirspurn undir atkvæði hér með sama hætti og á við um fyrirspurn hv. þm. Jóhanns Páls Jóhannssonar.

Forseti vill hins vegar geta þess að í þingsköpum er kveðið á um að heimild sé til að bera fram fyrirspurn til forseta varðandi stjórnsýslu þingsins og síðan er í öðrum ákvæðum þingskapa kveðið á um það hvað heyri undir stjórnsýslu þingsins. Forseti ítrekar þá afstöðu sína að það sé ótvírætt að sú fyrirspurn sem hv. þm. Jóhann Páll Jóhannsson hugðist leggja fram fellur ekki þar undir vegna þess að hún varðar efnislegt innihald sem snertir ekki stjórnsýslu þingsins heldur varðar eftirlit Ríkisendurskoðunar eða ríkisendurskoðanda með tilteknum þáttum sem undir hann heyra lögum samkvæmt.