143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

dagskrá fundarins og kvöldfundir.

[10:42]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Slæmt sá ég að það væri, en ef það er rétt sem hér kemur fram við umræðuna, að forseti Alþingis hafi gefið færi á því að mælt væri á Alþingi Íslendinga fyrir tillögu um einhverja stærstu ákvörðun Íslands í utanríkismálum að næturlagi, átta ég mig satt að segja ekki á því hvert stjórn þessa þings er að fara.

Er ekki hér hefðbundið þinghald? Er neyðarástand í landinu? Hvað kallar á svona vinnubrögð?

Virðulegur forseti. Er ekki ástæða til þess að huga að sáttum í þessu máli og einhverri hófsemi þegar jafnvel lágmarkskurteisisreglur eru hér þverbrotnar á mönnum æ ofan í æ? Ég verð að lýsa sérstökum áhyggjum af því að virðulegur forseti gangi of skammt í því að (Forseti hringir.) verja rétt þingmanna fyrir framkvæmdarvaldinu og yfirgangi þess.