143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

dagskrá fundarins og kvöldfundir.

[10:43]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill taka fram til skýringar að í gærkvöldi var ítrekað leitað eftir því með hvaða hætti þingstörfum mundi vinda fram. Forseti greindi frá því að ætlun hans væri að halda áfram við það dagskrármál sem var þá á dagskrá, skýrsla Hagfræðistofnunar. Hins vegar greindi forseti frá því að ætlun hans væri ekki sú að mælt yrði fyrir nýju máli.

Í sjálfu sér var það nokkuð ljóst vegna þess að fjölmargir þingmenn voru á mælendaskrá. Ætlun forseta var ekki sú að hefja umræðu um þessa miklu tillögu fyrr en á björtum degi í dag og er að vonast til að það geti tekist.