143. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2014.

dagskrá fundarins og kvöldfundir.

[10:51]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur, það skiptir máli að nálgast þetta verkefni sem lýðræðisverkefni. Ég ítreka það sem ég hef margsagt í umræðum undanfarna daga, við í Samfylkingunni erum tilbúin til samtals um efnislega niðurstöðu þessara Evrópumála. Við erum tilbúin til að ganga býsna langt og ég hef margsagt að við erum tilbúin að viðhalda því hléi sem nú er. Það er auðvitað athyglisvert ef stjórnarandstaðan á Alþingi er í sáttahug, tilbúin að sætta sig við efni stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, en hún er sjálf ekki tilbúin til að sætta sig við orð síns eigin stjórnarsáttmála. Það sýnir okkur auðvitað að hér er um svik að ræða, það er verið að gera annað en lofað var í upphafi. Það er verið að gera annað en meira að segja flokkarnir tveir sömdu um í upphafi og það eru öfgaöfl í flokkunum sem hafa náð undirtökunum í þessum málaflokki og eru ákveðin í að efna til átaka (Forseti hringir.) í samfélaginu um Evrópumál.