149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[18:02]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þetta svar. Ég var reyndar búinn að sjá þetta í nefndarálitinu, þessa hótun, það var það eiginlega, og hún skilur mig samt eftir í tómarúmi. Ég var að velta fyrir mér vöxtum og öðru slíku. Hv. þingmaður talaði um að þeir sem ættu þessa peninga þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Hvernig gætum við komið háu vaxtastigi niður? Spila lífeyrissjóðirnir þar inn í? Hvað telur þingmaðurinn að eftirgjöf Seðlabankans í þessu máli hafi kostað þjóðina?