150. löggjafarþing — 70. fundur,  5. mars 2020.

áhrif Covid-19 á atvinnulífið.

[10:35]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég ætlast ekki til þess að hæstv. ráðherra sé með öll svör en ég spyr þá: Hefur hann haft tíma til að kynna sér þingsályktunartillögu sem ég lagði fram um aðgerðir í þágu lítilla og meðalstórra fyrirtækja og sér hann eitthvað í þeim sem gæti gagnast í þeirri vinnu? Mun ríkisstjórnin skoða eitthvað í anda náttúruhamfaratryggingar? Munum við sækja innblástur í aðgerðir sem ráðist var í eftir hrun? Ég þarf að fá eitthvað meira handfast. Ráðherra þarf að segja eitthvað meira en að hann ætli bara að velta þessu fyrir sér. Þetta hlýtur að hafa borið á góma vegna þess að ástandið getur orðið býsna alvarlegt, þannig að ég spyr: Hefur ráðherra kynnt sér tillögur mínar og sér hann eitthvað í þeim?