150. löggjafarþing — 70. fundur,  5. mars 2020.

breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar.

332. mál
[11:56]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Þessa breytingu á lögum get ég ekki stutt vegna þess að þarna er verið að afnema leyfisskyldu bílasala fyrir notuðum bifreiðum. Þetta á að vera til að einfalda kerfið en ég get ekki séð hvernig þetta á að gera það vegna þess að þarna er verið að leggja undir fjármuni fólks í bifreiðum, skapa ringulreið og opna fyrir svik og pretti með verslun með notaða bíla. Það væri nær að taka á öðrum hlutum eins og fjölmiðlanefnd sem er algjör óþarfanefnd sem hefur farið úr 50 milljónum í 500 milljónir og stefnir sennilega í milljarða.

Við því að setja það í uppnám sem hefur virkað hingað til segi ég nei.