150. löggjafarþing — 70. fundur,  5. mars 2020.

höfundalög.

456. mál
[17:35]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er ekki ósammála hv. þingmanni í neinu af því sem ég heyrði hann tala um. Ég var bara svo hneykslaður á skilningi mínum á því sem hann var að lýsa að mér fannst ég knúinn til að koma hingað til að hafa það alveg á hreinu.

Veit hv. þingmaður til þess að þessi klausa úr höfundaréttarlögum sé notuð beinlínis til að standa í vegi í því að húsnæði sé breytt til að koma til móts við þarfir fatlaðs fólks?