152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

lengd þingfundar.

[15:57]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Er þetta allt farið að snúast um okkur sjálf, hvort við munum mæta í vinnuna, hver mætir og hversu oft og hver talar mest? Er þetta ekki farið að snúast um þjóðfélagið sem við erum kjörin til að veita forystu? Um málefnin? Að vinna fyrir fólkið sem kaus okkur? Það er fullt af málefnum sem bíða hér á dagskránni. Það var gert hálfgert háð að forseta fyrir að ætla að taka á dagskrá á morgun grænbók um orkumál. Ég held að það sé nú bara eitt stærsta öryggismálið, hagsældarmálið og umhverfismálið sem er til umræðu hér í þjóðfélaginu. Þótt við tækjum einn, tvo daga í það held ég að það væri ekki of mikið á þeim tímum sem eru uppi. Við skulum fara að ræða um málefnin og það sem máli skiptir, ekki vera í þessum sandkassaleik um það hvort við náum að mæta í vinnuna eða ekki.