152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[16:10]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Það verður örugglega rosalega gaman hjá ríkisendurskoðanda þegar hann byrjar að endurskoða þessa bankasölu. Vínflöskur, flugeldar, konfektkassi, það þarf að skoða, er það ekki? Hádegismatur og kvöldverður. Þetta hlýtur að vera mjög vandasamt verk og kannski gaman, kannski fær hann kvöldverð eða flugelda eða konfektkassa. En hvernig ætli hann skyldi skoða það að það voru 200 aðilar sem keyptu í þessu síðasta útboði og meðalkostnaðurinn 3,3 milljónir á hvern ef allt verður greitt að fullu? Spáið í þessa tölu. Eitt símtal, einn tölvupóstur, 3,3 milljónir. Á sama tíma er fólk þarna úti sem á ekki fyrir mat. Matur hækkar og hækkar. En hvað er ríkisstjórnin að gera fyrir fólkið? Nei, það er ekki fólkið fyrst. Það eru þessi ríku fyrst og hinir mega éta það sem úti frýs.