152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

málefni innflytjenda.

271. mál
[18:31]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Það er a.m.k. ekki gott að við skerum okkur úr ef við ætlum að vera hið eina af Norðurlöndunum sem lítur ekki á staðreyndir mála heldur höldum áfram að nálgast þetta á grundvelli einhverra frasa. Staðreynd mála er sú að fjöldi flóttamanna í heiminum er gríðarlega mikill og hann mun því miður bara aukast af ýmsum ástæðum þrátt fyrir að almennt sé friðvænlegra í heiminum, reyndar með þessari miklu undantekningu í Úkraínu og í Sýrlandi, eða hafi verið það á undanförnum árum, en flesta áratugina og jafnvel aldirnar þar á undan. En breytingar, t.d. auðveldari samgöngur og slíkt, hafa þýtt að mun fleiri komast um lengri veg og freista gæfunnar og ekki hægt annað en að skilja það fólk sem það gerir. En það þýðir líka, af því að hv. þingmaður spurði um sérstöðu Íslands, að við munum einfaldlega þurfa að velja hvernig við gerum mest gagn. Við getum ekki sagt að við tökum á móti öllum sem vilja komast í betri lífskjör, vilja koma hingað. Nei, akkúrat, þetta snýst um að forgangsraða til að gera sem mest gagn.