Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

[14:20]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Ég hlýt að andmæla þeirri túlkun forseta að það sé ekki hægt að afhenda þetta lögfræðiálit vegna þess að forsætisnefnd hefur fengið þetta álit til að skera úr um réttarágreining. Það er þannig, virðulegi forseti, að forseti hefur ítrekað vísað í það að uppi sé ágreiningur um hvort birta megi álitið eða ekki. Þetta skjal sem ég óska eftir er skjalið sem forseti virðist byggja þá afstöðu sína á, eða hvað? Er ekki sanngjarnt gagnvart okkur hinum þingmönnum sem viljum skilja í hverju þessi ágreiningur felst, að við fáum að sjá í hverju hann felst? Er það ekki bara sanngjarnt, virðulegi forseti? Það er ekkert sem bannar forseta að birta þetta álit, ekki neitt. Það eru öll rök sem hníga að því að forseti birti álitið, til að við getum átt um það samtal á jafnræðisgrundvelli. (Forseti hringir.) Forseti er með þessi gögn, ekki sú sem hér stendur. Hvers vegna?