Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

[14:29]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður ítrekar, eins og áður hefur komið fram, svo ég noti orð virðulegs forseta, að við erum ekki að tala um það hvað er að gerast utan stjórnskipunar Alþingis heldur erum við akkúrat að spyrja um það hvernig virðulegur forseti er að taka stjórnskipulegar ákvarðanir innan þingsins. En nei, það er alltaf reynt að snúa út úr með því að benda á nýja lagagrein í nýrri lagagrein í nýrri lagagrein, af því að það er löngu komið fram hér, virðulegi forseti, að það er bara einn aðili sem stendur gegn því að gögn þessa máls séu gerð opinber og það er herra forseti sjálfur. Hvern er virðulegur forseti að reyna að verja með því að birta ekki þessi gögn?