Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 70. fundur,  28. feb. 2023.

atkvæðagreiðsla um birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

[14:48]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Þessari spurningu getur forseti ekki svarað að öðru leyti en því að ef þáverandi settur ríkisendurskoðandi hefði talið að þessi greinargerð ætti erindi til allra þingmanna þá hefði honum verið í lófa lagið að gera það. Ég geri ráð fyrir því að hann hafi fyrst og fremst verið að upplýsa þáverandi þingforseta um stöðu tiltekinnar vinnu en ekki verið að senda erindi til þingsins til einhverrar meðferðar. En í því efni hvort settur fyrrverandi ríkisendurskoðandi geti í dag sent eitthvað þá reynir á þagnarskylduákvæði ríkisendurskoðunarlaganna sem forseti er ekki úrskurðarbær um.