139. löggjafarþing — 71. fundur,  14. feb. 2011.

þyrlur Landhelgisgæslunnar.

[15:29]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Því miður hefur ekki allt gengið eftir varðandi okkar fyrri áform. Það sem við erum að skoða núna eru möguleikar á leigu á einni eða tveimur þyrlum. Við erum einnig að skoða aðra kosti, fara yfir aðra fjármögnunarmöguleika. Þar kemur sitthvað til. Væri hægt að stuðla að því að innlendir aðilar festu kaup á þyrlu — þá eru menn hugsanlega að horfa til lífeyrissjóða — og þeir leigðu okkur þyrlu á hagstæðari kjörum en Norðmenn gera nú? Hagstæðasta úrræðið væri að sjálfsögðu það að við festum sjálf kaup á þyrlu. Vandinn er að við höfum ekki peninga til ráðstöfunar. Það er stundum dýrt að vera fátækur.

Þetta er án efa ódýrasta lausnin. Ég óskaði eftir því við Landhelgisgæsluna eða forsvarsmenn hennar í morgun (Forseti hringir.) og fulltrúa innanríkisráðuneytisins að minnisblað yrði sett saman um stöðuna og þá valkosti sem eru uppi.