146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:22]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Af því að upplýsingar vantar af því að afgreiðslutíminn var svona stuttur erum við að uppgötva nýja sýn á málið í hverri ræðu. Í hvert sinn sem nýr þingmaður kemur með sína sýn á umræðuna um fjármálaáætlunina sjáum við einhverjar nýjar upplýsingar því að betur sjá augu en auga.

Fagnefndirnar tóku málið inn til sín og fóru vel yfir mikilvæg atriði áætlunarinnar. Við þurfum að heyra frá öllum sem komu þar að máli, stjórn og stjórnarandstöðu, og einnig þeim ráðherrum sem hver nefnd um sig er með málaflokka og málefnasvið hjá. Umræðan verður einsleitari ef það er bara stjórnarandstaðan í þingsal sem uppgötvar stöðugt nýja sýn á málið út frá því sem stjórnarandstaðan vinnur eftir. Þegar stjórnin bætist við, sem hefur aðra sýn á málið, (Forseti hringir.) verðum við upplýstari en áður. Þess vegna er mikilvægt að stjórnarmeðlimir taki þátt í umræðunni.