146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[23:25]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þegar nefndarálit meiri hluta fjárlaganefndar kom fram með öllum þessum spekúlasjónum, hugmyndum og ábendingum, þá hvarflaði auðvitað að manni að hreinlega væri ekki meiri hluti fyrir þessari fjármálaáætlun. En það er ekki alveg sagt skýrt. Í nefndarálitinu hjá meiri hlutanum er gagnrýnt að áætlunin sé ekki gagnsæ, svo þegar þau setja niður sínar ábendingar þá getum við lesið í það sem okkur hentar. Ég les það í orðin að meiri hlutinn sé ekki ánægður að öllu leyti með þessa áætlun og sé að segja fjármálaráðherranum og ríkisstjórninni að hún geti ekki verið örugg með stuðning meiri hlutans. Svo þegar maður kíkir á tölurnar þá er engin breyting gerð (Forseti hringir.) þar. Ég vona að hv. formaður fjárlaganefndar fari betur yfir það með okkur síðar (Forseti hringir.) á næstu dögum hvað þetta á að fyrirstilla.