149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[15:44]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið og langar til að nefna eitt hér í seinna skiptið. Þingmanninum varð tíðrætt um aflandskrónueigendur. Í sinni einföldustu mynd eru það fimm hópar sem vilja flytja fjármuni úr landi þegar höftunum verður aflétt. Það eru íslensk fyrirtæki, einstaklingar, lífeyrissjóðir, aflandskrónueigendur og slitabú fallinna fjármálastofnana. Þingmanninum varð tíðrætt um aflandskrónueigendur og talaði um að vel hefði verið að því staðið í þessu riti hvernig leysa ætti það mál.

Getur þingmaðurinn tæpt aðeins á stóru myndinni fyrir þjóð og þing, svona í megindráttum, í hverju sú lausn var fólgin?