149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[16:30]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Takk kærlega fyrir, hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson. Þetta leiðir mig að síðari spurningu minni. Okkur var tjáð að hlutirnir þyrftu að gerast í fyrradag og síðan í allra síðasta lagi í gær, annars myndu himinn og jörð farast beinlínis. Í fréttum, í hádeginu í dag minnir mig, gátum við séð að einhverjir miðlar höfðu sent inn fyrirspurn til Seðlabankans vegna þeirra varnaðarorða sem Seðlabankinn hafði sett fram, sem fylgdu í greinargerð með frumvarpinu. Það hefur ekkert gerst. Hvað sér þingmaðurinn sem næstu skref?