149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[16:32]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni fyrir innblásna ræðu, enda er hann útsofinn. Þingmaðurinn kom inn á það að verið væri að gefa eftir fjármuni, það væri ekki verið að nýta alla möguleika í þessu máli. Í ræðum í gær varð mönnum tíðrætt um að þeir fjármagnseigendur sem nú er verið að ræða um, og hafa ekki gefið eftir í þessu ferli um losun hafta, eru einmitt þeir sem nú eru að fá sérkjör. Af því að við höfum verið að tala um þetta plagg hér langar mig að spyrja þingmanninn: Má leiða að því líkur að stöðugleikaskilyrði og/eða -skattur á slitabú fallinna banka sé einmitt það sem er verið að gefa eftir? Er hægt að fullyrða um það eða er það akkúrat spurningin sem við erum öll að leita að?