149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[16:34]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir spurninguna. Það er eitt af því sem við höfum verið að spyrja um, hver rökin eru fyrir þessu, hver afleiðingin verður ef þetta mál verður samþykkt. Það hefur komið fram að ekki eru lagðar fram neinar tölulegar upplýsingar um hvaða áhrif þetta getur haft á ýmsa hluti í okkar efnahagslega umhverfi.

Okkur sýnist að verið sé að gefa eftir fjármuni sem hægt væri að innheimta frá þeim aðilum sem eiga þessar eignir ef menn héldu sig við það plan sem lagt var af stað með 2015 þar sem búið var að ákveða á hvaða verði þessar eignir skyldu seldar. Það hefur enginn komið hér upp og sagt okkur að ekki megi snúa til baka í það ferli.