149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[18:12]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ekki lengur fyrir hendi. Málið snýst bara ekkert um það. Þetta snýst um það með hvaða hætti málinu verður lokið á þessum lokastigum. Það er heldur enginn ágreiningur um það markmið að komast út úr fjármagnshöftum. Það er bara spurning um það með hvaða hætt staðið er i að framkvæmdinni.

Hér var mjög vandað til verka, fenginn sérfræðingur á heimsvísu til að útbúa sérstaka tegund uppboðs og Seðlabankanum falin framkvæmdin. Af hverju er horfið frá þessu? Þetta eru bara einfaldar spurningar, herra forseti. Þetta eru einfaldar spurningar: Hvaða fjárhæðir eru það sem ríkissjóður verður hugsanlega af? Hvar er matið á áhrifum á gengi krónunnar? Hvar er matið á áhrifum á vísitöluna? Hvar er matið á áhrifum á grundvallarforsendur fjármálaáætlunar? Þetta eru einfaldar (Forseti hringir.) spurningar, en við hljótum að vilja taka upplýstar ákvarðanir í málum, stórum sem smáum. Þetta mál er eitt af stóru málunum.