149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[18:13]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Óli Björn Kárason) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er kallað: Hvar er matið? Hvar er matið? Hér er frumvarpið, hér er greinargerðin og athugasemdin (Gripið fram í.)í 6.3, Áhrif á Seðlabankann og gjaldeyrismarkað. Þetta er hér. (ÓÍ: Sérðu einhverja tölu þarna?) Áhrif á ríkissjóð. (Gripið fram í: Hver er rökstuðningurinn?) Bíddu. Af hverju kallaði hv. þingmaður ekki eftir þeim upplýsingum og benti á það, t.d. í upphafi (Gripið fram í.) umræðunnar 22. janúar (Gripið fram í.) eða fulltrúi Miðflokksins í hv. efnahags- og viðskiptanefnd? (Forseti hringir.) Af hverju benda menn á þetta núna? (Gripið fram í.) Verið bara róleg.

Þegar okkur tekst að klára þessa umræðu, vonandi með sóma, verður fundur í efnahags- og viðskiptanefnd. Þá geta þeir þingmenn (Forseti hringir.) sem þar sitja óskað eftir frekari upplýsingum telji þeir þær þegar ekki liggja fyrir (Forseti hringir.) og það getur gerst hér á næsta klukkutíma.